Forsíða

  Þjónusta

  Vörur

  Verkefni

  English

Vörur hjá Iðnaðartækni

Iðnaðartækni hefur umboð fyrir mikilvægan búnað fyrir sjálfvirknikerfi. Þar má nefna iðntölvur, skjástýrikerfi og snertiskjái. Hjá Iðnaðartækni er að finna gríðarmikla kunnáttu og reynslu í notkun þessa búnaðar, svo viðskiptavinir geta verið vissir um að fá lausn sinna mála.


iðntölvur

Iðntölvur



Með tilkomu iðntölva (e. PLC, programmable logic controller) í kringum 1970 varð auðveldara að byggja upp stór sjálfvirknikerfi og breytingar á kerfunum urðu að sama skapi leikur einn miðað við það sem áður var. Iðntölvur eru notaðar til stýringa þar sem mikils áreiðanleika er krafist og sérhæfðs stýribúnaðar. Þessar tölvur hafa mjög fábrotið viðmót og sitja venjulega í myrku rými og stjórna ákveðnum ferlum af öryggi. Eftir gangsetningu geta iðntölvur keyrt í fjölda ára án bilana eða endurræsingar.

Frá upphafi hefur Iðnaðartækni selt og forritað Koyo iðntölvur sem nú ganga undir nafninu DirectLogic. Þessar iðntölvur eru velþekktar fyrir áreiðanleika og hagkvæmni og hafa þjónað Íslendingum í áratugi. Koyo framleiddi iðntölvur fyrir General Electric, Siemens og Texas Instruments og byggja þessi fyrirtæki enn á Koyo tækninni. DirectLogic vélarnar eru seldar í mismunandi útfærslum eftir þörfum hvers verkefnis. Minnstu vélarnar hafa fáeina stafræna inn- og útganga og hægt er að fá hliðrænar viðbótareiningar í þær. Stærri vélarnar eru byggðar á einingum og er þá einfalt að sníða tölvu nákvæmlega eftir stærð og þörfum hvers verkefnis. Einfalt er að nettengja vélarnar og má þannig segja að stærð stýrikerfis (talin í fjölda I/O punkta) sé nánast ótakmörkuð. Nýjasta iðntölvan frá þeim kallast Productivity 3000 og er svo sannarlega boðberi nýrra tíma í iðntölvum þar sem sameinast einfalt forritunarumhverfi og mikil afkastageta.

Skjástýrikerfi
Ef litið er á iðntölvur sem heila stýrikerfis, þá má líta á skjástýrikerfið sem andlitið. Skjástýrikerfi (e. SCADA, supervisory control and data acquisition eða HMI, human machine interface) gera stjórnendum stýrikerfa kleift að sjá hvað er að gerast í kerfum sínum og um leið gefst þeim kostur á að grípa inn í ferla eða breyta ákveðnum gildum. Með skjástýrikerfi liggja allir þræðir að einum stað þar sem stjórnandi hefur góða yfirsýn og stjórn. Dæmi um þetta er húsvörður sem þarf að hækka hitastig í ákveðnum rýmum, og breyta lýsingu. Þetta er allt hægt að gera í gegnum skjástýrikerfi. Hið sama má segja um sundlaugarverði, starfsmenn í verksmiðjum, eftirlitsmenn orkuvera og fleiri. Skjástýrikerfið sýnir á táknrænan hátt hvað er að gerast í iðntölvunni og þar með í hinu stýrða kerfi.


Iðnaðartækni selur og forritar skjástýrikerfi frá Iconics. Kerfið heitir Genesis32™ og er með fremstu kerfum í sínum flokki í heiminum. Iconics er í nánu samstarfi við Microsoft um hagnýtingu nýjustu tækni og Microsoft hefur oft notað kerfi frá Iconics til að sýna fram á möguleika Windows stýrikerfa. Iconics er Microsoft Gold Certified Partner. Iconics kallar hugbúnað sinn "OPC-to-the-core" og lýsir það innviðum kerfisins vel því OPC tæknin til opinna samskipta við jaðartæki er alls staðar notuð. Þegar viðamikla möguleika Genesis32 þrýtur er jafnan hægt að bæta því við sem upp á vantar með Visual Basic umhverfinu sem er innbyggt.


skjástýrikerfi

Iconics hefur unnið náið með Microsoft í þróun síns hugbúnaðar og hefur alla tíð tryggt samhæfni hugbúnaðarins við Microsoft lausnir. Iconics hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir vörur sínar og hefur hlotið mikla útbreiðslu. Í dag eru um 230 þúsund uppsett Iconics kerfi í notkun í heiminum. Iconics hugbúnaður hefur vottaða samhæfni við Windows Vista og windows Server 2008.


Á sama hátt og net iðntölva getur unnið með gríðarlegan fjölda punkta getur Genesis32 einnig unnið með mikil punktasöfn og hafa í heiminum verið sett upp kerfi með hundruðum þúsunda punkta í hverju kerfi. Í Genesis32 er unnið með hefðbundnar táknmyndir kerfa, viðvaranir, gagnasöfnun og fleira. Iconics er mjög framarlega í tækniþróun og nýtir sér jafnan það nýjasta sem gerist í tölvuheiminum. Þannig eru fjölmargar leiðir til að varpa skjástýrikerfi út á Internetið eða í lófatölvu þannig að stjórnandi geti unnið með sitt kerfi hvaðan sem er úr heiminum eða nákvæmlega við eitt tiltekið tæki. Þeir möguleikar sem Iconics kerfin gefa auka möguleika á hagræðingu í rekstri og betri vinnuaðstöðu.


skjástýrikerfi

Iconics hefur í rúmlega tvo áratugi verið leiðandi í þróun skjámyndakerfa og hefur tekið enn eitt skrefið inn í framtíðina. Nú hefur verið sett á markað 64 bita skjámyndakerfi, hið fyrsta sinnar tegundar. Genesis64™ nýtir reikniafl 64 bita stýrikerfa og er þannig hægt að fá meira út úr kerfinu, kerfismyndir geta verið miklu flóknari, síritunarkerfi vinna hraðar, ítarlegri skilgreining og flokkun viðvarana er möguleg og er kerfið að öllu leyti tilbúið til að vinna á tölvukerfum framtíðarinnar.

Snertiskjáir

Aðgangur stjórnenda að stýrikerfum sínum er mjög oft í gegnum skjástýrikerfi á hefðbundinni PC tölvu. Í mörgum tilfellum hentar illa að vinna með mús og ýmsar aðrar aðstæður gera snertiskjái að ákjósanlegum kosti. Iðnaðartækni selur snertiskjái frá 3M Touch Systems sem henta vel þar sem PC vélar eru notaðar við vinnslu. Fjölmargir C-More snertiskjáir frá AutomationDirect hafa einnig víða komið í góðar þarfir á Íslandi. C-More skjáirnir eru sérhæfðir til samskipta við iðntölvur og henta vel við krefjandi aðstæður sem oft er að finna í iðnaðarumhverfi.

Snertiskjáir eru að sjálfsögðu notaðir víðar en í sjálfvirknikerfum þótt þar sé helsta notkunarsvið Iðnaðartækni á þeim. Snertiskjáir eru fyrir löngu orðnir þekktir í hraðbönkum og ýmiss konar sjálfsafgreiðslu. Vörurnar frá Iðnaðartækni hafa reynst vel í slíkum uppsetningum og hinn sterki bakhjarl 3M tryggir að skjáirnir eru búnir nýjustu tækni og byggðir með gæðahugsjónina að leiðarljósi.


snertiskjáir


snertiskjáir
Ýmislegt
Til að byggja upp sjálfvirknikerfi þarf margar einingar úr mismunandi áttum. Dæmigerð stýrislaufa inniheldur hitanema, mótorloka, dælur, hraðabreyta og fleira. Iðnaðartækni hefur ávallt unnið með viðskiptavinum sínum að því að finna góðar kerfiseiningar og getur því veitt ráðgjöf um hvaða einingar henta best og í ýmsum tilfellum útvegað það sem til þarf til þess að fullkomna stýrikerfi.

Iðnaðartækni ehf.
Akralind 2
201 Kópavogur
Sími/Tel. +354 562 7127
Fax +354 534 7127
idn@idn.is