Hússtjórnarkerfi

Hitastýringar- og lofræsikerfi eru hönnuð til að auka loftgæði og þægindi og þessum kerfum þarf að stýra af nákvæmni með sérhæfðum stýritölvum.

Flest stærri hús sem byggð eru í dag eru búin stýringum af einu eða öðru tagi. Hitastýringar- og lofræsikerfi eru hönnuð til að auka loftgæði og þægindi og þessum kerfum þarf að stýra af nákvæmni með sérhæfðum stýritölvum. Þótt lítil athygli hafi beinst að því á Íslandi er hægt að draga verulega úr orkunotkun í hita- og loftræsikerfum með vel hannaðri stýringu.

Iðnaðartækni hannar og forritar slíkar stýringar. Upphitun gatna og gangstétta verður sífellt algengari. Stundum er óþarfi að keyra kerfin og öðrum stundum þarf að keyra þau á fullum afköstum. Ákveðnir atburðir geta valdið tjóni á kerfunum ef ekki er brugðist rétt við. Með því að tvinna einfalt stýrikerfi við þessi hitakerfi má auka gagnsemi og rekstraröryggi kerfanna og um leið draga úr orkunotkun og kostnaði.

Til þess að geta rekið hússtjórnarkerfi sem best er nauðsynlegt að umsjónarmenn hafi gott viðmót. Í gegnum þetta viðmót sést raunstaða kerfa, viðvaranir eru vaktaðar, hægt er að breyta óskgildum og fleira. Iðnaðartækni leggur metnað í að smíða skýr og nytsamleg viðmót fyrir viðskiptavini sína. Viðmót getur verið aðgerðaskjár í stjórntöflu eða skjámyndakerfi í PC-umhverfi. Skjámyndakerfi er mikilvægt fyrir stærri kerfi þar sem umsjónarmenn fá heildaryfirsýn yfir tæknikerfi einnar eða fleiri bygginga. Einfalt er að tengja mörg kerfi kerfi við eitt og sama skjámyndakerfið jafnvel þótt kerfin séu á mismunandi stöðum á landinu.

Fáðu tilboð í verk

Ef þú vilt nánari upplýsingar eða tilboð í verk, endilega hafðu samband og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hafa samband