Sundlaugar

Á undanförnum árum hefur Iðnaðartækni hannað, forritað og sett upp stýrikerfi í fjölda sundlauga á Íslandi

Hjá Iðnaðartækni má segja að búi tæmandi þekking á sundlaugum og öllu sem lýtur að stýringum þeirra. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið hannað, forritað og sett upp stýrikerfi í fjölda sundlauga á Íslandi og um leið tekið virkan þátt í þróun sundlaugakerfanna.

Í dag er tæknilegur rekstur sundlauga orðinn léttari og um leið áhrifaríkari en áður, þar sem nákvæm stýring tækja og góð yfirsýn starfsfólks skipta miklu máli. Sjálfu Bláa Lóninu er stjórnað af Iðnaðartækni og er það skínandi dæmi um vel heppnað þróunarverkefni.

Fáðu tilboð í verk

Ef þú vilt nánari upplýsingar eða tilboð í verk, endilega hafðu samband og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hafa samband