Orkuver og fjarvöktun

Fjölbreyttar lausnir til fjarvöktunar skipa Iðnaðartækni í fremstu röð á þessu sviði.

Iðnaðartækni hefur reynslu af hönnun minni orkuvera með sérstakri áherslu á stýrihluta verkefnisins. Minni orkuver eru oft höfð sem aukabúgrein og því ekki starfsmaður við þau allan sólarhringinn.

Með nýjustu tækni getur Iðnaðartækni veitt eigendum orkuvera – jafnt og öðrum þeim sem reka sjálfvirknikerfi – fjartengingu við sín kerfi í gegnum netið þannig að hægt sé að fylgjast með hvaðan sem er úr heiminum. Fjölbreyttar lausnir til fjarvöktunar skipa Iðnaðartækni í fremstu röð á þessu sviði. Við getum sett upp samskipti við ytri kerfi með ýmsum samskiptaháttum, allt frá gamla góða Modbus til nýjustu tækni eins og REST API og MQTT.

Fáðu tilboð í verk

Ef þú vilt nánari upplýsingar eða tilboð í verk, endilega hafðu samband og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hafa samband