Námskeið og kennsla

Við kennum iðntölvustýringar á námskeiðum sem haldin eru af Iðunni Fræðslusetri og erum auk þess uppteknir af því að viðskiptavinir okkar skilji kerfin sín.

Námskeið

Iðnaðartækni hefur um árabil kennt námskeið um iðntölvustýringar fyrir Iðuna Fræðslusetur. Á þessu námskeiði er farið í uppbyggingu iðntölvu og forritun hennar og gerðar verklegar æfingar með tengingu jaðartækja, uppsetningu kerfis og grafískt notendaviðmót. Nemendur fá æfingar í villuleit og bilanagreiningu og að loknu námskeiði geta nemendur farið beint í hagnýt verkefni í atvinnuskyni eða fyrir áhugamálin. Námskeiðið er metið til eininga í meistaraskóla.

Ný námskeið sem við kennum einnig fyrir Iðuna eru eins dags námskeið um stjórnkerfi verksmiðja fyrir starfsfólk og tæknimenn í verksmiðjum og eins dags námskeið um hússtjórnarkerfi fyrir umsjónarmenn fasteigna.

Sjá nánar um námskeið hjá Iðunni Fræðslusetri.

Fræðsluefni

Okkur er umhugað um að viðskiptavinir og samstarfsaðilar hafi sem bestar forsendur til að vinna við og nota kerfin okkar. Í því skyni erum við með hjálpar- og fræðsluvef með tæknilegum skýringum á virkni kerfa, notkun þeirra, uppsetningu, tengingum og fleira. Þessi vefur er einnig aðgengilegur beint úr nýrri skjámyndakerfum okkar.

Sjá nánar á wiki.idn.is.

Fáðu tilboð í verk

Ef þú vilt nánari upplýsingar eða tilboð í verk, endilega hafðu samband og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hafa samband