Iðnaðartækni hefur allt frá stofnun haft yfir að ráða nýjustu tækni og aðferðum til sjálfvirknivæðingar í iðnaði
Sjálfvirkni er gjarnan tengd við iðnað þar sem aukin sjálfvirknin er talin ein helsta forsenda aukinnar framleiðni.
Iðnaðartækni hefur allt frá stofnun haft yfir að ráða nýjustu tækni og aðferðum til sjálfvirknivæðingar í iðnaði. Stýringar fyrir flæðilínur, frysti- og kælikerfi, flokkunarvélar og álagsstýringar eru meðal fjölda verkefna sem fyrirtækið hefur unnið fyrir atvinnulífið á undanförnum árum. Auk þess hefur Iðnaðartækni sett upp skráningarkerfi, m.a. fyrir kæla og frysta og eftirlitskerfi í verksmiðjum.
Ef þú vilt nánari upplýsingar eða tilboð í verk, endilega hafðu samband og við svörum þér við fyrsta tækifæri.